Sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju

Fimmtudagskvöldið 11.október verður boðið upp á fræðslufyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju.  Það er sr. Halldór Reynisson sem flytur, en hann hefur lengi starfað með Nýrri dögun.  Fyrirlesturinn er í safnaðarheimilinu og hefst kl. 20.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

Næstu fjögur fimmtudagskvöld þar á eftir, verður boðið upp á samtal um sorg í kirkjunni kl. 20-21 sem prestar kirkjunnar, sr. Guðbjörg og sr. Ninna Sif leiða.  Þangað eru líka allir velkomnir, en fólk er beðið að skrá sig á gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 og 8491321.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *