Konur eru konum bestar – Sjálfsstyrkingarnámskeið í Selfosskirkju
Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Selfosskirkju fimmtudagana 17. og 24. janúar og er frá 19:30-21. Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.
Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar. Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg, annað hvort á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is