Breytingar á prestsþjónustu

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í Selfossprestakalli hefur verið skipuð sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og mun taka við 1. desember nk.
Kveðjumessa verður sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju og kaffisamsæti á eftir.
Meðan á auglýsingarferli vegna embættist prests í Selfossprestakalli stendur mun Gunnar Jóhannesson þjóna í prestakallinu.  Gunnar hefur verið sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, í Norgi og sinnt afleysingum sl. misseri.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *