Barna- og unglingastarfið í kirkjunni

Nú er allt barna og unglingastarf kirkjunnar komið á fullt skrið á nýju ári.

Sem fyrr er 6-9 ára starf í Sunnulæk á þriðjudögum kl. 13 og á fimmtudögum kl. 13 í Vallaskóla. Skráningar fara fram á Skrámi https://selfosskirkja.skramur.is/login.php

Æskulýðsfundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30. Framundan hjá unglingunum er Febrúarmót í Vatnaskógi.

http://aeskr.is/februarmot/?fbclid=IwAR3bwusPQPQBXYbfcKIdsrwFakmHJ_pNnW6rOLxx7Rtr5k4je8abefi2Tdw

TTT 10 – 12 ára starf er á miðvikudögum kl. 16 – 17. Framundan í TTT er ma. TTT mót í Vatnaskógi í mars þar sem hópurinn gistir eina nótt.

Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11 – 12:30.   https://www.facebook.com/groups/286018154853258/

Ný tímasetning á fjölskyldusamverum/sunnudagaskóla er kl. 13:00 á sunnudögum.

Næsta fjölskyldumessa verður 9. febrúar í umsjón sr. Gunnars og Rebekku leiðtoga.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *