Helgihald hefst á ný

Nú er okkur heimilt að hefja á ný helgihald í kirkjunni og verður guðsþjónusta í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11:00. Guðsþjónustan er öllum opin og munu væntanleg fermingarbörn setja svip sinn á mætinguna en þau hafa verið sérstaklega boðuð enda ekki komist í neina messu síðan í október á síðasta ári. Edit A. Molnar organisti mun spila og raddir úr Kirkjukór Selfosskirkju leiða sönginn. Það verður sannarlega gott að hittast aftur og eiga samfélag í kirkjunni.
Að sjálfsögðu verður allra sóttvarna gætt, spritt er aðgengilegt, 2m metra fjarlægð tryggð og grímuskylda.

Það er okkur líka mikið gleðiefni að getað byrjað aftur með sunnudagaskólann sem verður ekki nk. sunnudag heldur sunnudaginn 21. febrúar.

Morgunbænirnar byrja sömuleiðis aftur nk. þriðjudag 16. febrúar kl. 9:15. Þetta er stuttar stundir byggðar upp með bæn, kyrrð og góðu samfélagi. Morgunbænir eru þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9:15

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *