Helgihald hefst að nýju

Samkvæmt núgildandi reglugerð mega 100 koma saman við athafnir í kirkjunni. Við munum því hefja helgihald á ný og verður messa í Selfosskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 11:00 og sömuleiðis sunnudagaskóli.
Bænastundir á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum kl. 9:15 hefjast einnig að nýju. Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni en hvetum ykkur einnig til að fylgjast með hér á heimsíðunni og Facebook ef einhverjar breytingar verða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *