Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna

Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna
Við prestarnar í Selfosskirkju, Eyrarbakkakirkju, Stokkseyrarkirkju, Laugardælakirkju, Villingaholtskirkju, Hraungerðiskirkju og Gaulverjabæjarkirkju boðum til fundar fyrir þau sem áhuga hafa á því að kynna sér og skrá sig í fermingarfræðslu hjá okkur.
Við boðum til fundar í Selfosskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 18:00.  Á fundinum förum við yfir skipulag fermingarfræðslunnar, gefum upp fermingardaga vorsins 2022 og opnum fyrir skráningu í fermingarfræðsluna.
Fyrir þau sem ekki komast á fundinn munu allar upplýsingar sem fram koma verða aðgengilegar á heimasíðu Selfosskirkju að fundi loknum.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja
Guðbjörg Arnardóttir, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Arnaldur Bárðarson, arnaldur.bardarson@kirkjan.is
Gunnar Jóhannesson, gunnar.johannesson@kirkjan.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *