Kvöldmessa í Selfosskirkju

Kvöldmessa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 31. október kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur fallega sálma og einsöng með þeim syngur Gísli Stefánsson, organisti Edit A. Molnár. Stundin verður einnig helguð minningu látinna ástvina og mögleiki að kveikja á kerti í minningu þeirra sem við höfum misst. Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir. Þetta verður notaleg og falleg stund, allra sóttvarna verður gætt og þó ekki sé grímuskylda hvetjum við fólk til þess að vera með grímu.

Þennan sama sunnudag verður guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00 og í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *