Aðventustund á öðrum sunnudegi í aðventu í Selfosskirkju

Í vikunni tókum við upp aðventustund í Selfosskirkju og nú er það Barnakór Selfosskirkju sem syngur fyrir okkur. Í haust byrjuðu mörg börn í kórnum og eru að stíga sín fyrstu skerf við kórsöng í kirkjunni. Það eru auðvitað vonbrigði að geta ekki fengið að njóta þess að sjá þau koma fram í kirkjunni en við treystum því að sá tími munu þó koma. Stjórnendur kórsins eru Edit A. Molnar og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir. Gunnar Jóhannesson segir sögu og kveikir á öðru kertinu á aðventukransinum. Megið þið njóta stundarinnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *