Helgihald 12. desember

Við munum hefja helgihald á ný og vinna út frá gildandi takmörkunum og hólfaskiptingu.

Sunnudaginn 12. desember er jólaball sunnudagaskólans kl. 11:00. Byrjum á helgistund í kirkjunni og syngjum svo jólalögin við jólatréð í Safnaðheimilinu. Umsjón með stundinni hafa Sjöfn Þórarinsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.

Um kvöldið kl. 20:00 verður aðventukvöld, þar mun kirkjukórinn syngja og einsöng með þeim syngur Þóra Gylfadóttir, organisti Edir A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hleypt verður hámarksfjölda inn í kirkjunni og eftir það hámarksfjölda inn í Safnaðarheimilinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *