Samtal um sorg og áföll

Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og rætt í trúnaði og einlægni um líðan sína.
Í apríl og maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. 
Byrjað verður á stuttu erindi um sorg og áföll, síðan er boðið upp á samtal.
Samveran verður í Safnaðarheimili Selfosskirkju, hún hefst kl. 18:00 og stendur yfir í um klukkutíma
Samveran verður miðvikudagana 13. og 20. apríl og 4. og 11. maí.
Umsjón hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 865 4444 eða á netfanginu gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *