Appelsínugulur fáni við kirkjuna

Sumir hafa velt vöngum yfir appelsínugula fánanum sem blaktir við hún á fánastöng kirkjunnar.


Soroptimistasamband Evrópu hefur síðan 2009 hvatt borgir til að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit. Með því móti er vakin athygli á ofbeldi gegn konum.

– 35 prósent allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum.
– Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað.
– Allt að 50 prósent alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri.
– 250 milljónir kvenna í dag voru giftar áður en þær urðu 15 ára.
– 200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem
hefur áhrif á milljónir kvenna og enn fleiri milljónir barna.
Selfosskirkja tekur þátt í átakinu með því að flagga appelsínugulum fána
frá 25. nóvember til 10. desembers 2022.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *