Jól í skókassa

Nú fer hver að verða síðastur að útbúa kassa fyrir Jól í skókassa. Síðasti skiladagurinn hjá okkur í Selfosskirkju er fimmtudagurinn 2. nóvember, milli 13:00 og 16:00.

Þau sem það kjósa geta keypt tilbúinn pappakassa sem þarf ekki að pakka inn. Gengið er frá kaupunum á https://klik.is og kassinn sóttur til okkar í Selfosskirkju.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna inni á heimasíðunni kfum.is/skokassar

Hrekkjavöku-kvöldvökur í kirkjunni

Föstudaginn 27. október verður skuggaleg stemming í kirkjunni. Þá ætlum við að gera okkur glaðan dag með pizzaparty og skemmtilegum leikjum. Við verðum með tvær kvöldvökur, fyrir krakka í 1. – 4. bekk frá 17:00-18:30 og fyrir krakka í 5. – 7. bekk frá 19:00-21:00. Þátttaka kostar 1000 kr, innifalið í því er pizzaveisla og glaðningur.
Skráning hér: https://forms.gle/4dZbTW2a2Cm2pLcXA

Krílasálmar

Krílasálmar er tónlistarnámskeið fyrir foreldra og börn þeirra á aldrinum 3ja til 12 mánaða. Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má tónlist og söng til að efla tengslin við börnin og örva þroska þeirra.
Á námskeiðinu er stuðst við tónlistararf kirkjunnar en jafnframt eru sungnar þekktar vísur, leikið á bjöllur og spilað á hristur. Það verður einnig dansað, notast við slæður, blöðrur og sápukúlur til að örva öll skynfæri barnanna.

Námskeiðið er fjögur skipti, frá 19. febrúar til 12. mars, og fer fram á sunnudögum kl. 9:30-10:10 á baðstofulofti Selfosskirkju. Kosturinn við þessa tímasetningu er einkum sá báðum foreldrum gefst kostur á að koma á námskeiðið með barninu.

Umsjón með námskeiðinu hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar.

Ekkert þátttökugjald er fyrir námskeiðið en takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Nauðsynlegt er því að skrá sig til að tryggja sér sæti.

Skráningarform er hér: https://forms.gle/KbqPEhbBrth1hyDD7

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sjofn@selfosskirkja.is