Stjörnukór – kórnámskeið fyrir yngstu söngvarana

Þetta er frábært tækifæri fyrir yngstu söngvarana til að kynnast kórstarfi kirkjunnar.
Á þessu námskeiði er grunnurinn að framtíðar kórstarfi lagður í bland við leiki og skemmtun af ýmsu tagi. Krakkarnir fá líka tækifæri til að kynnast kirkjunni okkar á skemmtilegan máta.
Þátttaka er ókeypis og skráning fer fram hjá Edit organista kirkjunnar, edit@simnet.is.

Æskulýðsmessa

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 1. mars ár hvert. Af því tilefni ætlum við að gera æsku kirkjunnar hátt undir höfði með æskulýðsmessu sunnudaginn 2. mars kl. 11:00.

Unglingakórinn undir stjórn Editar leiðir söng, lærisveinar kirkjunnar verða með brúðuleikrit, María Friðmey segir frá sinni reynslu sem barni og núna leiðtoga í æskulýðsstarfinu og fermingarbörn lesa og hjálpa til.

Eftir herlegheitin verður hægt að fá sér gómsæta kjúklingasúpu að hætti Renuka, heimabakað brauð, og kaffi og súkkulaðiköku á eftir, til styrktar unglingakór kirkjunnar.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Hrekkjavökukvöldvaka í kirkjunni

Árleg hrekkjavökukvöldvaka verður í Selfosskirkju föstudaginn 25. október frá 17:00-19:30. Öll börn fædd 2014 og eldri eru velkomin á kvöldvökuna. Það verður hryllilega gaman. Kirkjan verður sett í draugalegan búning, farið verður í drungalega leiki, sögð draugasaga, spákona kíkir í spilin, og boðið verður upp á íshlaðborð fyrir krakkana.
Verðlaun verða fyrir besta búninginn.
Þátttaka kostar litlar 500 kr.

Öll börn velkomin!

Skráning á Hrekkjavökukvöldvökuna

Jól í skókassa

Nú fer hver að verða síðastur að útbúa kassa fyrir Jól í skókassa. Síðasti skiladagurinn hjá okkur í Selfosskirkju er fimmtudagurinn 2. nóvember, milli 13:00 og 16:00.

Þau sem það kjósa geta keypt tilbúinn pappakassa sem þarf ekki að pakka inn. Gengið er frá kaupunum á https://klik.is og kassinn sóttur til okkar í Selfosskirkju.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna inni á heimasíðunni kfum.is/skokassar