
Greinasafn eftir: Sjöfn Þórarinsdóttir
Appelsínugulur fáni við kirkjuna
Sumir hafa velt vöngum yfir appelsínugula fánanum sem blaktir við hún á fánastöng kirkjunnar.
Soroptimistasamband Evrópu hefur síðan 2009 hvatt borgir til að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit. Með því móti er vakin athygli á ofbeldi gegn konum.
– 35 prósent allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum.
– Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað.
– Allt að 50 prósent alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri.
– 250 milljónir kvenna í dag voru giftar áður en þær urðu 15 ára.
– 200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.
Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem
hefur áhrif á milljónir kvenna og enn fleiri milljónir barna.
Selfosskirkja tekur þátt í átakinu með því að flagga appelsínugulum fána
frá 25. nóvember til 10. desembers 2022.
Söngur og gleði í Selfosskirkju
Söngstund í Selfosskirkju
ORGELKRAKKAHÁTÍÐ
sunnudaginn 2. október
DAGSKRÁ
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organistar heimsækja okkur og spila fræg orgelverk og Eurovisionslagara. Barnakór Selfosskirkju syngur og hver veit nema það verði fleiri óvæntir gestir?
Kl. 12:30 og 13:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili.
Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar.
Skráning fer fram með tölvupósti á orgelkrakkar@gmail.com
Nánari upplýsingar á facebook.com/orgelkrakkar

Kvöldvaka hjá TTT
Föstudaginn 29. október verður kvöldvaka hjá TTT krökkunum í safnaðarheimili kirkjunnar, frá kl. 18:00 – 21:30.
Safnaðarheimilið verður sett í draugalegan búning í anda hrekkjavökunnar. Skuggalegar pizzur verða bornar á borð og afturgengið gos með.
Öll börn í 5. – 7. bekk eru velkomin og þátttökugjald eru litlar 1.000 kr.
Skráning hér https://forms.gle/2QheDSQ7NQMdVsrG9

Leikjanámskeið í Selfosskirkju
Við ætlum að breyta til og bjóða upp á leikjanámskeið í Selfosskirkju áður en formlegt barnastarf hefst í haust. Í boði verða námskeið fyrir 5-9 ára krakka og 9-12 ára.
Umsjón með námskeiðunum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, en í sumar var hún með hin geysivinsælu sveitanámskeið GobbiGobb.
Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér:
Leikjanámskeið Selfosskirkju

TTT Kvöldvaka

Föstudagskvöldið 19. mars verður TTT kvöldvaka í safnaðarheimilinu frá 18:00-22:00.
Farið verður í skemmtilega leiki, spurningakeppni, varúlf, feluleik og margt fleira.
Þátttökugjald eru litlar 500 kr og eru allir krakkar á aldrinum tíu til tólf ára velkomnir.
Skráning hér
Sunnudagaskólinn 14. mars
Í þetta skiptið fáum við Helgu Vollertsen, sérfræðing frá Þjóðmynjasafni Íslands í heimsókn. Hún ætlar að segja okkur hvernig skreytingarnar í kirkjunni sögðu sögur, næstum eins og teiknimyndir, af því að það kunnu svo fáir að lesa.
Krakkar á öllum aldri eru velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
