Hrekkjavökukvöldvaka í kirkjunni

Árleg hrekkjavökukvöldvaka verður í Selfosskirkju föstudaginn 25. október frá 17:00-19:30. Öll börn fædd 2014 og eldri eru velkomin á kvöldvökuna. Það verður hryllilega gaman. Kirkjan verður sett í draugalegan búning, farið verður í drungalega leiki, sögð draugasaga, spákona kíkir í spilin, og boðið verður upp á íshlaðborð fyrir krakkana.
Verðlaun verða fyrir besta búninginn.
Þátttaka kostar litlar 500 kr.

Öll börn velkomin!

Skráning á Hrekkjavökukvöldvökuna

Jól í skókassa

Nú fer hver að verða síðastur að útbúa kassa fyrir Jól í skókassa. Síðasti skiladagurinn hjá okkur í Selfosskirkju er fimmtudagurinn 2. nóvember, milli 13:00 og 16:00.

Þau sem það kjósa geta keypt tilbúinn pappakassa sem þarf ekki að pakka inn. Gengið er frá kaupunum á https://klik.is og kassinn sóttur til okkar í Selfosskirkju.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna inni á heimasíðunni kfum.is/skokassar

Hrekkjavöku-kvöldvökur í kirkjunni

Föstudaginn 27. október verður skuggaleg stemming í kirkjunni. Þá ætlum við að gera okkur glaðan dag með pizzaparty og skemmtilegum leikjum. Við verðum með tvær kvöldvökur, fyrir krakka í 1. – 4. bekk frá 17:00-18:30 og fyrir krakka í 5. – 7. bekk frá 19:00-21:00. Þátttaka kostar 1000 kr, innifalið í því er pizzaveisla og glaðningur.
Skráning hér: https://forms.gle/4dZbTW2a2Cm2pLcXA