Messa með altarisgöngu þar sem sköpunarþemað verður gegnumgangandi, klukkan 11.
Ester organisti og kór kirkjunnar leiða okkur í söngnum, en Guðmundur meðhjálpari og séra Ása Björk leiða messuna. Íris kirkjuvörður verður á staðnum og býður uppá kaffisopa eftir messuna. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega hvött til að ganga til altaris. Öll eru hjartanlega velkomin!
