Laugardaginn 27. apríl nk. frá kl. 10:00-14:00 er árlegur hreinsunardagur Selfosskirkju. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að efna til hreinsunar og tiltektar í kirkjugarði og á lóð kirkjunnar. Það er ánægjulegt að sjá fólk koma og taka þátt í þessu verkefni og hreinsa leiði ástvina í leiðinni. Stór gámur verður á svæðinu. Boðið verður upp á hressingu í hádeginu. Fólk er beðið að hafa með sér garðáhöld, þeir sem það geta. Sóknarnefndin, aðal- og varamenn, fólk úr kirkjukórnum og aðrir starfsmenn kirkjunnar taka vel á móti ykkur.
Sunnudaginn 28. apríl kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Létt og notaleg stund, Kirkjukórinn syngur fallega sálma. Organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.