Á sunnudaginn sl. var frumsýnd á RUV heimildarmynd frá 2021. Heimildarmyndin er eftir Önnu Edit Dalmay og fjallar um hvernig söngur í kór getur haft langvarandi jákvæð áhrif á börn og unglinga. Rætt er við núverandi og fyrrverandi félaga í barna- og unglingakórum Selfosskirkju um hvernig kórsöngurinn hefur mótað þau. Við í Selfosskirkju erum sannarlega stolt af kórastarfinu okkar og því mikilvæga uppeldishlutverki sem það gegnir. Við erum þakklát fyrir þau sem koma að starfinu og gaman að sjá afrakstur þess í myndinni. Myndin verður endursýnd á uppstigninardag en að sjálfsögðu hægt að nálgast hana á efnisveitu RUV og hvetjum við sem flesti til þess að horfa á myndina og njóta hennar.