Messa á Uppstigningardegi kl 11:00

Eins og hefð er á Uppstigningardegi er messa dagsins helguð eldri borgurum. Messan verður í samstarfi við Bessastaðasókn og koma þau til okkar í þetta sinn ásamt kórnum Garðálfarnir og presti sínum sr Hansi Guðbergi Alfreðssyni. Einnig verður Hörpukórinn með okkur og það mun klárlega verða mikið um söng og gaman! Séra Ása Björk Ólafsdóttir þjónar fyrir altari en hún og Hans Guðberg munu prédika saman. Djákni Bessastaðasóknar og djáknanemi okkar munu taka þátt í messunni. Súpa verður í boði Héraðssjóðs að henni lokinni. Öll eru innilega velkomin!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *