Fermingarfræðslan er að hefjast!

Kæru foreldrar og forráðafólk fermingarbarns

Nú er komið að upphafi fermingarfræðslu vetrarins og við erum mjög spennt!

Miðvikudag 21. ágúst og fimmtudag 22. ágúst verður fræðslan sem hér segir:

Samhristingur, pulsupartý, leikir og fræðsla.

Við munum hitta börnin í tveimur hópum í Selfosskirkju báða dagana

Vallaskóli og Flóaskóli kl. 13-14:45

Sunnulækjaskóli og BES kl 15-16:45

Endilega látið þetta fréttast til þeirra sem hugsanlega eru ekki búin að skrá barnið sitt hjá okkur!

Með kærri kveðju,

prestar Árborgarprestakalls





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *