Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 1. mars ár hvert. Af því tilefni ætlum við að gera æsku kirkjunnar hátt undir höfði með æskulýðsmessu sunnudaginn 2. mars kl. 11:00.
Unglingakórinn undir stjórn Editar leiðir söng, lærisveinar kirkjunnar verða með brúðuleikrit, María Friðmey segir frá sinni reynslu sem barni og núna leiðtoga í æskulýðsstarfinu og fermingarbörn lesa og hjálpa til.
Eftir herlegheitin verður hægt að fá sér gómsæta kjúklingasúpu að hætti Renuka, heimabakað brauð, og kaffi og súkkulaðiköku á eftir, til styrktar unglingakór kirkjunnar.
Verið öll hjartanlega velkomin!