Nú er búið að opna fyrir skráningar í fermingarfræðsluna og að velja fermingardag fyrir vorið 2026.
Börn sem fædd eru 2012 og velja að taka þátt í fermingarfræðslu í Árborgarprestakalli og munu því fermast í kirkjunum okkar; Selfosskirkju, Laugardælakirkju, Hraungerðiskirkju, Villingaholtskirkju, Gaulverjabæjarkirkju, Stokkseyrarkirkju eða Eyrarbakkakirkju geta skráð sig á eftirfarandi slóð. Mikilvægt er að skrá barnið í fræðsluna svo við getum í framhaldinu sent upplýsingar um hvenær fræðslan byrjar og annað. Endilega skrá barnið og velja dag en alltaf er möguleiki á því að breyta fermingardeginum með því að senda á okkur prestana tölvupóst.
Við köllum foreldra og verðandi fermingarbörn á fund til okkar í maí og förum yfir fyrirkomulag fræðslunnar, svörum þeim spurningum sem á ykkur brenna og síðast en ekki síst kveikjum á þeirri tilhlökkun og gleði sem því fylgir að byrja í fermingarfræðslu.
Við hlökkum til að kynnast nýjum fermingarárgangi
Kær kveðja
Guðbjörg, Ása Björk og Gunnar