Fyrsta fermingarmessan verður í Selfosskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 11:00. Það er mikil spenna í loftinu enda er þetta bjartur og fallegur dagur í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldu þess og ekki síður mikill hátíðidagur í kirkjunni.
Sunnudagaskólinn verður kl. 11:00 en að þessu sinni upp á Baðstofuloftinu.
