Tilkynning

Næstkomandi sunnudag 9. janúar verður ekki messa í Selfosskirkju. Við bíðum eftir nýrri reglugerð sem tekur gildi í næstu viku. Við treystum því að geta þá fundið leið til að halda úti helgihaldi sem tekur mið af gildandi takmörkunum.
Morgunbænir og kyrrðarstundir hefjast að nýju í næstu viku enda rúmast þær innan sóttvarnartakmarkana.
Barna- og æskulýðsstarf hefst sömuleiðis að nýju í næstu viku en vert að fylgjast með tilkynningum á Facebook ef fella þarf starfið niður með skömmum fyrirvara.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *