Helgihald á Allra heilagra messu, 6. nóvember

Verið velkomin til helgihalds í Árborgarprestakalli á Allraheilagramessu, sunnudaginn 6. nóvember.

Stokkseyrarkirkja kl. 11. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Organisti Haukur Gíslason.

Villingaholtskirkja kl. 13:30 – Þjóðbúningamessa og messukaffi í Þjórsárveri. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Eiríksson.

Kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20. Fiðlunemendur Maríu Weiss frá TÁ koma fram og spila í messunni. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Organisti Edit Molnár. Kirkjukór Selfoss syngur.