Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.
Gulur september er samvinnverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þjóðkirkjan er hluti af verkefninu og er það von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Verður í messunni vakin athygli á verkefninu og Gulum september ;
Sömuleiðis er gaman að geta þess að starfsfólk Selfosskirkju mun nk. þriðjudag 12. september klæðast einhverju gulu.
Nánari upplýsingar um verkefni má finna hér: