Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Messa verður í Selfosskirkju 24. nóvember klukkan 11:00. Þessi messa markar lok kirkjuársins og hið nýja hefst næsta sunnudag, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við verðum með altarisgöngu. Séra Ása Björk prédikar og þjónar fyrir altari, en kirkjukórinn og Ester organisti leiða okkur í ljúfum sálmasöngnum.

Sunnudagaskólinn er einnig klukkan 11 undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna.

Öll eru innilega velkomin í báðar stundirnar!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *