Jól í skugga sorgar og áfalla

Miðvikudaginn 18. desember verður samvera í Selfosskirkju kl. 20:00.
Flutt verður hugleiðing, Kirkjukórinn syngur jólasálma, Edit A. Molnár spilar undir.  Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir, Gunnar Jóhannesson og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kaffisopi verður í Safnaðarheimilinu eftir stundina.

Helgihald í Selfossprestakalli – jól og áramót 2019

Selfosskirkja
24. desember, aðfangadagur jóla
Aftansöngur kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Axel Árnason Njarðvík

Helgistund kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Jóhann I. Stefánsson spilar á trompet.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir. 

Villingaholtskirka
25. desember, jóladagur
Hátíðarmessa kl. 11:00 í Villingaholtskirkju.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson.  Prestur Gunnar Jóhannesson.

Laugardælakirkja
25. desember, jóladagur
Hátíðarmessa kl. 13:00 í Laugardælakirkju.  Organisti Guðmundur Eiríksson.  Prestur Gunnar Jóhannesson.

Hraungerðiskirkja
26. desember, annar dagur jóla
Hátíðarmessa í kl. 11:00 í Hraungerðiskirkju.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson.  Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Fossheimar
26. desember, annar dagur jóla
Helgistund á Hjúkrunarheimilinu Fossheimum kl. 13:00.  Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Selfosskirkja
31. deember, gamlársdagur
Aftansöngur kl. 17:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Kveðjumessa sunnudaginn 8. desember kl. 11:00

  • Ninna Sif Svavarsdóttir kveður söfnuði sína í Selfossprestakalli sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju.
  • Ninna Sif og Guðbjörg munu þjóna saman í messunni.
  • Kirkjukór Selfosskirkju syngur undir stjórn Edit A. Molnár.
  • Eftir messu verður kaffisamsæti sem er sameiginlegt með öllum sóknum prestkallsins, Laugardæla, Hraungerðis og Villingaholts.
  • Verið öll velkomin!

Selfosskirkja á grænni leið

Selfosskirkja hefur hafið það ferli að verða græn kirkja.  Í ferlinu til þess þarf að uppfylla ákveðin skilyrði af gátlista umhverfisstarfs Þjóðkirkjunnar sem ber heitið ,,Græni söfnuðurinn okkar.”  Selfosskirkja fékk í dag heimsókn frá Halldóri Reynissyni sem er í umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og fékk Selfosskirkja viðurkenninguna ,,Á grænni leið” og þarf ekki að uppfylla nema nokkur atriði í viðbót til þess að verða grænn söfnuður.