Fjölskylduguðsþjónusta og vorhátíð í Selfosskirkju

Verið velkomin til sannkallaðrar hátíðarstundar í Selfosskirkju 30. apríl kl. 11:00.
Það verður barnvæn gleði ríkjandi í kirkjunni og eru allir, ungir sem aldnir, hjartanlega velkomnir.
Í guðsþjónustunni verður tekið á móti nýjum presti Árborgarprestakalls, sr. Ásu Björk Ólafsdóttur. Verður hún sett inn í embætti af prófasti Suðurprófastsdæmis, Halldóru Þorvarðardóttur.
Auk þess verður uppskeruhátíð kóra- og barnastarfs kirkjunnar. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár og Kolbrúnar Berglindar Grétarsdóttur. Þeir kórfélagar sem eru að ljúka síðasta söngári sínu með unglingakórnum verða sérstaklega heiðraðir.
Prestar Árborgarprestakalls þjóna ásamt prófasti og æskulýðsfulltrúa og mun sr. Ása Björk flytja hugleiðingu. Að guðsþjónustunni lokinni býður sóknarnefnd uppá kirkjukaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu. Einnig verður boðið upp á ratleik og annað skemmtilegt.
Fjölmennum til góðrar stundar í kirkjunni.

Messa og sunnudagsskóli á öðrum sunnudegi eftir páska. Og súpa.

Messa og sunnudagsskóli verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Gunnar Jóhannesson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng og Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Sunnudagsskólinn í umsjá Sjafnar Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa.
Súpa verður í safnaðarheimilinu eftir messuna og þá gegn vægu gjaldi. Verið velkomin.

Mögnuð tónlist í Selfosskirkju

Kirkjukór Selfosskirkju, undir stjórn Edit Anna Molnár, tók þátt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju í annað sinn. Fyrst á jólatónleikum þess í desember sl., og síðan 8. apríl á páskatónleikum hljómsveitarinnar „Magnificat“.
Einsöngvarar á þessum tónleikunum voru Helga Rós Indriðadóttir sópran, Gunnlaugur Bjarnason barítón. Auk þeirra komu þrir kórar fram með hljómsveitinni. Þetta voru Kirkjukór Selfosskirkju, Kammerkór Norðurlands og Skagfirski kammerkórinn. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson.
Seinni hluti tónleikanna var helgaður hinu magnaða verki Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter.
Takk fyrir frábæra frammistöðu og ógleymanlega tónleika.

Myndbandið lítur upp yfir kirkjubekkinn og sýnir frá æfingu fólksins.

Kórfólkið í Selfosskirkju og reyndar allt tónlistarfólkið lagði mikla undirbúningsvinnu í verkið eins og heyra mátti af flutninginum.

Frá samæfingu kórsins
Kóranir og hljómsveitin stillir strengi.

Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson ávarpar áheyrendur

Edit Anna Molnár kórstjóra þakkað fyrir og klappað lof í lófa eftir ríkulega sáningu og uppskeru.

Helgihald um bænadaga og páska í Árborgarprestakalli

6. apríl – skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11 og 13.
Messa í Laugardælakirkju kl. 15:00. Að messu lokinni fer aðalsafnaðarfundur sóknarinnar fram í kirkjunni.

7. apríl – föstudagurinn langi
Pílagrímaganga kl. 9:45. Gengið verður frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju. Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju og verður staldrað við á leiðinni til stuttra hugleiðinga.

8. apríl – Laugardagur fyrir páska
Magnificat – Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju kl. 16 (miðasala á tix.is).

9. apríl – páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkja kl. 08:00. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum til morgunverðarborðs í safnaðarheimilinu.
Hátíðarmessa í Eyrarbakkakirkja kl. 08:00
Hátíðarmessa í Stokkseyrarkirkja kl. 11:00
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkja kl. 11:00

10. apríl – annar páskadagur
Messa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00
Messa í Gaulverjabæjarkirkja kl. 14:00

Gleðilega páska og verið öll hjartanlega velkomin til góðra og gefandi kirkjustunda yfir páskanna.