Messur sunnudaginn 3. febrúar

Messa sunnudaginn 2. febrúar kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón leiðtoga.
Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi.

Messa í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Prestsur Guðbjörg Arnardóttir.

Tvær messur í Selfosskirkju

Sunnudaginn 27.janúar verða tvær messur í Selfosskirkju.  Kl. 11 er messa og sunnudagaskóli.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Um sunnudagaskólann sjá leiðtogarnir Katrín og Bjarki.  Að messu lokinni er borin fram súpa í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa þar sem Magnús Þór Sigmundsson sér um tónlistina.  Afslöppuð og notaleg kvöldstund þar sem fléttast saman tónlist, bænir og ritningarorð.  Prestur sr. Ninna Sif.

Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar – Sjálfsstyrkingarnámskeið í Selfosskirkju

Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Selfosskirkju fimmtudagana 17. og 24. janúar og er frá 19:30-21.  Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.

Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar.  Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg, annað hvort á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

 

Æskulýðsstarf hafið á nýju ári

Æskulýðsfundir hófust aftur á nýju ári í vikunni og hófst fjörið með skemmtilegum “Capture the flag glow in the dark leik” Æskulýðsfundir eru á þriðjudögum kl. 19:30.

TTT hófst einnig í vikunni en TTT er fyrir 10 – 12 ára börn og er á miðvikudögum kl. 16:00 – 17:00.

Framundan er fjölbreytt dagskrá og mót í Vatnaskógi.

Hér eru nokkar myndir frá fundunum í vikunni.