Kórtónleikar í Selfosskirkju

Kórtónleikar í Selfosskirkju
Mánudaginn 24. ágúst kl. 19.30 heldur The Orlando Singers frá Bretlandi (London) tónleika í Selfosskirkju. Á efnisskrá eru verk eftir Josph Haydn, Wolfgang Amadeus Mozart, Georg Friedrich Händel, Marcel Dupré ofl. Stjórnandi kórsins er David Everett, Steven Maxson spilar á orgelið. Aðgangseyrir 1.000 krónur, miðasala við innganginn. Allir eru hjartanlega velkomin.
Selfosskirkja

Messa sunnudaginn 23.ágúst

Messa sunnudaginn 23.ágúst.  Fermingarbörn og foreldrar boðin velkomin í kjölfar fermingarnámskeiðs.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann.  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.  Sjáumst í kirkjunni!

Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

Dagana 17.-21. ágúst verða verðandi femingarbörn vorsins 2016 á námskeiði í Selfosskirkju kl. 9-12:30.  Þau fermingarbörn í Selfossprestakalli sem ekki hafa skráð sig eru velkomin en við biðjum foreldra þeirra að hafa samband við okkur prestana Ninnu Sif Svavarsdóttur ninnasif@gmail.com eða Guðbjörgu Arnardóttur gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is