Grímur formaður sóknarnefndar segir af sér

Á fundi sóknarnefndar 26. ágúst sl. sagði Grímur Hergeirsson af sér sem sóknarnefndarmaður og þar með hættir hann sem sóknarnefndarformaður Selfosssóknar. Björn Ingi Gíslason varaformaður tekur því sæti Gríms sem formaður sóknarnefndar og Guðný Ingvarsdóttir tekur sæti aðalsmanns í sóknarnefnd í stað Gríms fram að næsta aðalsafnaðarfundi.

31. ágúst Messa- sr. Óskar kveður

Sr. ÓskarMessa er kl. 11 sunnudaginn 31. ágúst.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Kirkjukór Selfoss leiðir sönginn og organisti er Jörg Sondermann. Súpa og kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir!

Þetta verður kveðjumessa sr. Óskar við Selfossprestkall en hann tekur við embætti sóknarprests í Hruna 1. september nk.

Fermingarstörfin

IMG_2704

Á morgun föstudag lýkur 5 daga upphafsnámskeiði fermingarstarfanna. Börnin eiga að vera mætt kl. 9 í kirkjuna og fara síðan til skólasetningar en koma aftur kl. 12 í Selfosskirkju. Kl.  kl. 12:15 og þá er boðið í pizzu.

Á sunnudaginn er síðan messa kl. 11 í Selfosskirkju og rétt að mæta þar með börnum og hefja þannig messugöngur vetrarins. Kl. 10:30 á sunnudagsmorgun verður farið yfir messuna þannig að hún nýtist betur til uppbyggingar en ella. Reiknað er að börnin sæki messur 10 sinnum yfir veturinn og skiptir þá ekki höfuð máli hvaða kirkja og söfnuður verður fyrir valinu.

Vikan sem er að líða hefur verið viðburðarrík í Selfosskirkju og það er von okkar sem að standa að allir haft gagn og gaman af. Við minnum á Facebook síðuna sem við höfum stofnað til, til samskipta.

kveðja prestarnir Axel, Óskar, Ninna Sif, Sigurður og Sveinn

Messa sunnudaginn 24. ágúst kl. 11

Messa sunnudaginn 24. ágúst kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að koma. Súpa gegn vægu gjaldi í hádegi. Prestur sr. Axel og Jörg er organisti. Klukkan 10:30 verður messuformið opnað með kynningu sem gott væri að fermingarbörnin kæmu til. Sem sagt verið öll velkomin til messu kl. 10:30.IMG_0873

Fermingarstörfin að hefjast

Fermingarstörfin hefjast með fræðslunámskeiði mánudaginn 18. ágúst kl. 9 í Selfosskirkju.  Fræðsluefnið er bókin Con Dios sem börnin þurfa að hafa með sér á námskeiðið.  Bókin fæst í Sunnlenska bókakaffinu og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31 í Reykjavík.  Námskeiðið stendur í fimm daga en því lýkur föstudaginn 22. ágúst.