Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2017
Fermingarmessa sunnudaginn 23. apríl kl.11:00
Kirkjubrall í Selfosskirkju
Sumardaginn fyrsta kl. 11:00 – 12:00
Kirkjubrall er skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Föndrum og bröllum ýmislegt í kringum bilblíusöguna um Daníel í ljónagryfjunni í lok stundarinnar fá allir pylsur og djús.
Um stundina sjá sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi, Sigurður Einar Guðjónsson og leiðtogar og sjálfboðaliðar úr kirkjustarfinu.
Gengið inn um safnaðarheimili.
Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur,
Sjáumst í kirkjunni!
Kórnámskeið
Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli
Það er af ýmsu að taka í Selfossprestakalli í dymbilviku og um páska. Verið innilega velkomin til helgihalds.
13. apríl skírdagur:
Fermingarmessa kl. 11 í Selfosskirkju.
Messa í Laugardælakirkja: kl. 13:30 – organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.
14. apríl – föstudagurinn langi í Selfosskirkju
Passíusálmalestur kl. 13:00. Ýmsir lesarar úr samfélaginu skipta lestrinum á milli sín. Hægt er að koma og hlusta í lengri eða skemmri tíma.
Kyrrðarstund við krossinn kl. 20:00. Organisti Edit A. Molnár, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. Lesari les síðustu sjö orð Krists á krossinum.
16. apríl – páskadagur:
Hátíðarmessa kl. 08:00. Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Morgunkaffi á eftir athöfn í boði sóknarnefnar
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11:00. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
17. apríl – annar páskadagur:
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Tónleikar hjá Barnakór Selfosskirkju í dag kl. 18:00 og föstuhádegi á morgun kl. 12:00
Í dag kl. 18:00 verða tónleikar hjá Barnakór Selfosskirkju, stjórnandi þeirra er Edit A. Molár. Þetta eru flottir krakkar og efnisskráin fjölbreytt. Verið hjartanlega velkomin!
Á föstudaginn 7. apríl verður föstuhádegi í kirkjunni. Byrjað er með helgistund í kirkjunni þar sem hluti af Kirkjukórnum syngur. Á eftir verður búið að matreiða saltfisrétt sem hægt verður að kaupa á 1000 krónur.