Slökunar – og bænajóga í Selfosskirkju

Á miðvikudögum í febrúar kl. 17.30 verður boðið upp á slökunarjóga í Selfosskirkju með bænaívafi.  Um er að ræða klukkustundar langar samverur þar sem gerðar verða einfaldar jóga – og slökunaræfingar og iðkuð bæn.  Umsjón með samverunum hefur Ragnheiður Eiríksdóttir jógakennari ásamt prestum Selfossprestakalls.

Þátttaka er gjaldfrjáls en við biðjum þau sem vilja taka þátt að skrá sig hjá prestunum á netföngin gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.  Æskilegt er að hafa með sér dýnu til að leggja á gólfið og jafnvel einnig hlýtt teppi.  Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 7.febrúar nk.

Æskulýðsstarf hefst

Allt barna og æskulýðsstarf Selfosskirkju hefst í vikunni:
Sunnudagaskóli kl. 11:00 á sunnudögum
Kirkjuskóli í Vallaskóla á fimmtudögum kl. 14:00
Kirkjuskóli í Sunnulækjarskóla á þriðjudögum kl. 13:00
TTT (10 -12 ára starf) á miðvikudögum kl. 16:00 – 17:00
æskulýðsfélag á þriðjudögum kl. 19:30
foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10:30 – 12:00

Nánari upplýsingar um starfið: johannayrjohannsdottir@gmail.com

Messa og sunnudagaskóli 21.janúar

Nk. sunnudag 21.janúar verður messa í Selfosskirkju kl.  11.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár, kór kirkjunnar syngur.

Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og æskulýðsleiðtoga.

Í safnaðarheimilinu verður borin fram súpa gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Morgunbænir hefjast á ný 16.janúar 2018

Nú strax eftir áramót fær safnaðarheimili kirkjunnar andlitslyftingu þar sem það verður málað og parketið pússað.  Þess vegna falla morgunbænir í kirkjunni niður á meðan og þær hefjast á ný þriðjudaginn 16.janúar nk.  Þá falla hefðbundnir viðtalstímar presta einnig niður dagana 2.-5.janúar en prestarnir svara að sjálfsögðu í síma og allri þjónustu er sinnt.