Æskulýðsdagurinn 1. mars

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar –og  fjölskylduguðsþjónusta 1. mars 2015 kl. 11. Fjölbreyttileg tilbeiðsla í söng og spili. Nemendur úr Tónlistaskóla Árnesinga spila við upphafiplakat-æskulýðsdagsins. Krílasálmar nýttir í inngangi og kornabörn leggja lið í fangi mæðra. Spilað verður á blokkflautur og hugurinn leiddur. Unglingakór syngur og söfnuður tekur undir. Allir velkomnir. Súpa framborin í hádegi. –Axel, Edit, Guðný Einarsdóttir og Hugrún.

 

Leiksýning, þriðjudagskvöld 24. febrúar kl. 20 – allir velkomnir.

Leikritið “Upp, upp mín sál” verður sýnt í Selfosskirkju, þriðjudagskvöldið, 24. febrúar- kl. 20. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið á þetta leikrit, en sýningin er öllum opin. Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi. Leikarar eru þrír: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem er jafnframt leikstjóri.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið sem segir frá uppvaxtarárum Hallgríms Péturssonar. Verkið byggir að mestu á bókinni „Heimanfylgju“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur en leikgerðin er eftir Valgeir Skagfjörð.

Verkið er sniðið að ungum áhorfendum og miðar að því að gefa grunnskólabörnum innsýn inn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadag og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó. Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur, Tyrkjarán og dauðsföll allt um kring settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar.

Sagan er sögð á einfaldan en skemmtilegan hátt með aðferðum leikhússins, söng og hljóðfæraslætti.

Verið velkomin.

Sýningu frestað um viku

Ákveðið hefur verið að fresta sýningu leikritsins -Upp, upp mín sál um viku. Veðurspáin fyrir 17. febrúar er ekki góð og leikritið þarf að komast úr Reykjavík og til baka aftur.
Sem sagt þá verður sýningin þriðjudagskvöldið -24. febrúar- kl. 20. Við viljum þá enn á ný bjóða fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra á þetta leikrit og 300 sæti eru í boði eða svo (einnig fyrir aðra sem vilja koma). Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi.

Batamessa 15. febrúar kl.17:00

IMG_2904 Vinir í bata ætla að bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 15. febrúar, kl.17:00.

Sr. Axel mun þjóna, Þorvaldur Halldórsson, Margrét og Helgi munu leiða söng. Við fáum að heyra vitnisburð og boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum sporin, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.
Allir eru velkomnir.

 

Leiksýning í Selfosskirkju

Stoppleikhópurinn sýnir glænýtt íslenskt leikrit í Selfosskirkju á Sprengidag, 17. febrúar nk. kl. 20. Það nefnist: “Upp, upp” og er eftir Valgeir Skagfjörð en hann byggir verkið m.a á skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur: “Heimanfylgja” Leikritið byggir á æskusögu Hallgríms Péturssonar. Leikritið er sýnt í vetur í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Nú er fólki boðið að koma til Selfosskirkju á þetta leikrit sem tekur 45 mínútur í flutningi. Höfðað er sérstaklega til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra.

 

11 messa á sunnudegi

IMG_0874Messa er kl. 11 sunnudaginn 15. febrúar. Drengir úr barnakór syngja í upphafi messu. Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti Edit Molnar. Barnastarf í höndum Eyglóar Gunnarsdóttur. Bergþóra Rúnarsdóttir spilar undir í barnastarfinu. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Verið velkomin.