Breyting: Blaðað í Biblíunni í nóvember

IMG_0005Enn eru lausir stólar fyrir fleiri.

Fjóra þriðjudaga í nóvemberrmánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkra afaráhugaverða þætti bókarinnar, eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17:00 þriðjudaginn 1. nóvember og stendur yfir góða klukkustund. Vinsamlega skráið ykkkur  með því að hringja skráningu í Axel  síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin

Norðmenn í heimsókn

Síðastliðinn laugardag, 1. október, tók kirkjukór Selfosskikju á móti 70 manna norskum kór. Norski kórinn er í raun ekki starfandi kór heldur hópur fólks úr nokkrum kórum af vesturströnd Noregs.  Kórarnir héldu sameiginlega tónleika í kirkjunni þar sem þeir sungu bæði saman og sitt í hvoru lagi. Tóleikarnir tókust vel og gaman fyrir kirkjukórinn að taka þátt í verkefni sem þessu.

 

2016-10-01 18.03.06 2016-10-01 16.52.13