Messa er kl. 11 sunnudaginn 29. júní hér á Selfossi. Alla sunnudaga er messa í Selfosskirkju kl. 11. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík og allir eru hjartanlega velkomnir til helgihaldsins. Organisti kirkjunnar, Jörg Sondermann spilar og Kirkjukór Selfoss syngur. Sunnudagssúpa í hádeginu. Guðspjall 2. sunnudags eftir þrenningarhátíð er tekið úr Lúkasi.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2014
Messa 22. júní kl. 11
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þann 22. júní sem er um leið 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Organisti er Jörg Sondarmann og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Súpa gegn vægu gjaldi eftir messu. Guðspjall þessa dags er úr Lúkasarguðspjalli en þar segir Jesús dæmisögun um böl og gæði. Verið velkomin!
Tvær messur á trinitatis í prestakallinu
Sunnudaginn 15. júní, sem er trinitatis skv. kirkjuárinu, verða tvær messur í Selfossprestakalli. Sú fyrri kl. 11 í Selfosskirkju. Prestur sr. Óskar og organisti Glúmur Gylfason. Almennur safnaðarsöngur. Súpa og brauð á eftir. Hin síðari verður svo í Laugardælakirkju kl. 13. Prestur sr. Óskar og organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Almennur safnaðarsöngur. Allir velkomnir!
Engispretturnar í Selfosskirkju- finnskur karlakór
Finnski karlakórinn Sirkat eða Engispretturnar heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 20. Kórinn kemur frá háskólabænum Jyväskylä en í honum eru einnig félagar frá Savonlinna, sem er vinabær Árborgar, og óskaði kórinn því að koma fram á Selfossi, en hann heldur aðra tónleika í Langholtskirkju í Reykjavík 16. júní. Sirkat er einn elsti og helsti karlakór Finna, stofnaður árið 1899 og heldur því upp á 115 ára afmæli sitt um þessar mundir. Stjórnandi kórsins er Nikke Isomöttönen sem er einnig þekktur hljómsveitarstjóri. Á efnisskránni eru bæði klassísk og nútímaleg karlakórslög auk laga sem hafa sérstaklega verið samin fyrir kórinn.