Allra heilagra messa 1. nóvember

Sunnudaginn 1.nóvember er Allra heilagra messa sem í kirkjunni er tileinkuð minningu látinna.  Kl. 11 um morguninn er fjölskylduguðsþjónusta þar sem unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi og sr. Ninna Sif.  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.

Kl. 20 er svo kvöldguðsþjónusta þar sem þau Karítas Harpa og Fannar Freyr sjá um tónlistina.  Falleg tónlist og gott orð sem nærir, huggar og blessar.  Þú ert velkomin/n.  Sjáumst í kirkjunni!allra heilagra mynd

Jól í skókassa

Æskulýðsfélag Selfosskirkju vinnur að verkefninu Jól í skókassa og munu þau vinna að því á æskulýðsfundi þriðjudaginn 3. nóvember kl. 19:30.  Hægt verður að skila jóla-skókössum til 5. nóvember í Selfosskirkju.

Upplýsingar um verkefnið Jól í skókassa og hvað má fara í kassana o.fl. er að finna á heimsíðunni:  http://kfum.is/skokassar/

 

„Er sorg knýr dyra“ í Selfosskirkju

Hjálpað á fætur

Hjálpað á fætur

Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i nóvember 2015 í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við sorg og missi.

Fyrsta skiptið verður þann 4. nóvmber  kl. 17:00 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574  eða axel.arnason@kirkjan.iseða hjá prestum Selfosskirkju eða kirkjuverði í síma 482-2175. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Selfosskirkju, www.selfosskirkja.is.

Sunnudagsmessan næsta

Ást og kærleikur renna saman

Ást og kærleikur renna saman

Sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur messar að þessu sinni í Selfosskirkju, þann  25.október kl. 11. Barnastarf í kirkjunni á sama tíma. Glúmur Gylfason spilar á orgelið og Kirkjukór Selfoss leiðir söng.  Hugað er að sáningu og uppskeru í textum dagsins. Hugum því að því hverju er sáð í okkur og hverju við sáum. Og síðan aðrir uppskera. Verið öll hjartanlega velkomin.

Helgihald helgarinnar í Selfossprestakalli

Föstudaginn 9. október fáum við heimsókn í kirkjuna frá Kvenfélagasambandi Íslands sem heldur landsþing sitt á Selfossi þessa helgi.  Setningarathöfn þingsins fer fram í kirkjunni og mun Unglingakór Selfosskirkju syngja og sr. Guðbjörg Arnardóttir ávarpar hópinn.  Það er heiður fyrir okkur í Selfosskirkju að fá að taka á móti þessum góðum kvenfélagskonum sem margar kirkjur um allt land eiga margt að þakka.

Sunnudaginn 11. október verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Organisti verður Edit Molnár en hún hefur tekið við því organista og kórstjóra Kirkjukórs Selfosskirkju, hún verður einnig áfram með barna- og unglingakórinn.  Barn verður borið til skírnar í messunni.  Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að athöfn lokinni.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma kl. 11:00, umsjónarmaður er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.  Það er alltaf gaman og gott að fara í sunnudagaskólann og fá nýjan límmiða á veggpsjaldið sem öllum börnum er afhent.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju í Flóa á sunnudaginn einnig kl. 13:30, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.

Velkomin í kirkjuna okkar

 

 

Kvöldmessa 4.október kl. 20

12048672_10207044436204837_1640684092_n

 

Sunnudagskvöldið 4.október kl. 20 verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem tríóið Sæbrá sér um tónlistina.  Prestur er sr. Ninna Sif. Efni tríósins er fjölbreytt, stíllinn er bæði poppaður og rómantískur, stundum má einnig heyra snefil af rokki í sumum lögum. Hljóðfæraskipanin er oft á tíðum misjöfn en notast þær við hljóðfæri á við gítar, píanó, raf- eða kontrabassa, þverflautu og ásláttahljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Söngur er mikið atriði í tríóinu og lögð áhersla á raddaðan söng.  Kvöldmessur í Selfosskirkju eru afslappaðar og notalegar þar sem skiptist á tónlist og talað mál.  Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!

Fjölskyldumessa 4.október kl. 11

Fjölskyldumessa sunnudaginn 4. október kl. 11.  Skemmtileg, uppbyggileg og nærandi stund fyrir alla fjölskylduna!  Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi stýra stundinni.  Súpa og brauð á eftir í safnaðarheimilinu.  Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!