Messa á Jónsmessu


Axel, héraðsprestur messar á sunnudaginn, þann 24. júní kl. 11. Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór kirkjunnar leiðir söng. 
Sumarsólstöður voru 21. júní sl. en þann dag reis sólin hæst síðan 21. desember sl. Frá jólum til Jónsmessu þá er hugmyndin að jólaljósið magnist í okkur. Við ættum að vera búinn í 6 mánuði að efla það með okkur, sem vöxtur ljósins í náttúrunni hefur í okkur að segja. Og næstu sex mánuði, hvað ljósið, í náttúruinni sem dofnar hægt og sígandi, hefur að segja um okkar inna ljós. Nær það að ljóma?

Á þig, Jesú Krist, ég kalla,
kraft mér auka þig ég bið.
Hjálpa þú mér ævi alla,
að ég haldi tryggð þig við.
Líkna mér og lát mér falla
ljúft að stunda helgan sið. -Sálmur: 196

Sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur og Selfossprestakall

Axel á Lindesfarne

Axel á Lindesfarne

Ég er aftur kominn til prestsþjónustu í Selfossprestakalli eftir ákvörðun prófasts Suðurprófastsdæmis um að nýta héraðsprestsembættið að hálfu með þeim hætti. Sömuleiðis fær Skálholtsprestakall sem nemur fjórðungi af mér. Héraðsprestsembættinu er því ráðstafað með þessum hætti til 1. júní 2019.
Ég þjónaði Selfossprestakalli frá ágúst 2012 til júlí 2015 eða í 36 mánuði. Annars bý ég Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fyrr. Síðustu níu mánuð hef ég verið í námsleyfi sem reyndar fór svolítið forgörðum vegna vígslubiskupskosningarinnar í Skálholti sem tók lengri tíma en ætla mátti í upphafi. 
Viðtalstímar -um frekari samtöl og viðtöl- hjá mér næsta árið eru milli 10 og 12 í síma 8561574 og netfangið er axel.arnason (hjá) kirkjan.is. Samtöl og frekari viðtöl eru því eftir samkomulagi og ég hef skrifstofuaðstöðu og móttökuaðstöðu í Selfosskirkju og reyndar heima.