Sunnudaginn 6.október kl. 11 er bleik messa í Selfosskirkju í tilefni af bleikum október sem helgaður er baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Guðmunda Egilsdóttir flytur erindi og fjallar um mikilvægi þess að standa saman og að nýta stuðninginn hvert frá öðru þegar fólk gengur í gegnum krabbameinsferli. Félagar úr Krabbameinsfélagi Árnessýslu lesa ritningarlestra. Unglingakór og Kirkjukór Selfosskirkju syngja fallega tónlist. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.
Á sama tíma er fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.
Að messu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu og rennur allur ágóði af henni í Krabbameinsfélag Árnessýslu. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Sýnum samstöðu og sjáumst í kirkjunni!