Föstudaginn langa, föstudaginn 7. apríl nk, verður gengin pílagrímaganga frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju.
Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju kl. 9:45. Gengnir verður síðan þessi 3 km áleiðis að Selfosskirkju. Staldrað verður víða við á leiðinni til stuttra hugleiðinga. Stundum verður gengið í þögn og stundum ekki. Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og dr. Guðmundur Brynjólfsson, djákni.
Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni. Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nestisbita. Þessi ganga gæti hent öllum og ekki síst börnum. Verið velkomin.