10. septmeber kl. 20:00

10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna.  Af því tilefni verður samverustund fimmtudaginn 10. september kl. 20:00 í Selfosskirkju.  Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Unnur Birna Björnsdóttir annast tónlistina.  Stundin er öllum opin.  Að samverustund lokinni gefst fólki tækifæri til að eiga samfélag yfir kaffibolla í safnaðarheimilinu.  

Fræðslustarf í Selfosskirkju

Hverri árstíð fylgir ákveðinn sjarmi. Nú er komið að haustinu og láta ljós sitt skína með öllum sínum litbrigðum og þeim verkefnum sem fylgja.

Æskulýðsstarfið er nú hafið af fullum krafti. Unglingarnir í 8. – 10. bekk eru farnir að mæta á æskulýðsfundi á þriðjudögum kl. 19:30 – 21:15. Á æskulýðsfundum er farið í fjölbreytta leiki ásamt margvíslegum skapandi verkefnum. Í lok hverrar stundar er bænastund þar sem við ræðum málefni líðandi stundar eða það sem brennur á okkur hverju sinni og endum stundina á bænum. Hápunktar æskulýðsstarfsins eru landsmót sem að þessu sinni verður á Sauðárkróki, ef allt gengur upp, síðustu helgina í október og Febrúarmót í Vatnaskógi. Það er ómetanlegt að fá að upplifa viðburði eins og þessa þar sem unglingar hafa tækifæri til að hittast og skemmta sér á heilbrigðan hátt.

https://www.facebook.com/search/top?q=k%C3%A6rleiksbirnirnir%20-%20%C3%A6skul%C3%BD%C3%B0sf%C3%A9lag%20selfosskirkju

10 – 12 ára starfið verður eftir sem áður á miðvikudögum kl. 16 – 17. Við köllum starfið TTT (10 – 12 ára) en það nafn hefur fest sig í sessi undanfarin ár. TTT hefur svipaða uppbyggingu og unglingastarfið.

https://www.facebook.com/search/top?q=ttt%20(10-12%20%C3%A1ra)%20starf%20%C3%AD%20selfosskirkju

Fjölskyldusamverur á sunnudögum (áður sunnudagaskóli) verða í vetur kl. 13:00. Fjölskyldumessur verða á sama tíma og áður eða kl. 11:00. Við hvetjum sóknarbörn og aðra til að fylgjast með dagskránni hér á heimasíðunni því þó nokkrar spennandi breytingar verða í vetur. Fyrsta fjölskyldumessa haustins verður 13. september kl. 11:00 í Selfosskirkju, þá er fyrsta fjölskyldusamveran kl. 13:00 þann 20. september og síðan er stefnt að Kirkjubralli (Messy church) á Eyrarbakka 27. september kl. 11:00.

6- 9 ára starf (Kirkjuskóli) verður að þessu sinni staðsettur í kirkjunni sjálfri en ekki í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla og verður á miðvikudögum kl. 13:35 – 14:35. Hægt verður að skrá börnin í starfið í gegnum félagsskráningarkerfi Árborgar – Nori. (Skráningarhópar eru í vinnslu). Starfið mun byrja í næstu viku eða miðvikudaginn 9. september. Börnunum gefst kostur á að nýta frístundastrætó sem stoppar við Tónlistarskólann og mun starfsmaður kirkjunnar sækja börnin þangað og fylgja þeim til kirkju og aftur til baka í strætóinn.

https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/fristundir/fristundaakstur/

Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11:00 – 12:30. Foreldramorgnar eru tilvalin leið til að hitta aðra nýbakaða foreldra.

https://www.facebook.com/groups/286018154853258

Verið velkomin í kirkjuna,

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, verkefnastjóri fræðslustarfs og samfélagsmiðla

Morgunbænir

Morgunbænir í Selfosskirkju eru aftur komnar á sinn stað eftir sumarleyfi. Bænastundirnar eru á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi kl. 9:15. Byrjað er á bænastund í kirkjunni og svo er boðið upp á kaffisopa og spjall á eftir. Verið velkomin til notalegrar stundar við bæn og íhugun.