Sunnudaginn 29. nóvember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu er fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju.
Barna- og unglingakórinn syngur, sömuleiðis Kirkjukórinn og þá koma einnig fram krakkar á aldrinum 6-10 ára sem hafa verið í kórskóla í kirkjunni.
Þetta verður bæði hátíðlegt en einnig gleði og gaman.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Edit Molnár.
Eftir messuna verður Unglingakórinn með sinn árlega kökubasar í kirkjunni.
Súpa og brauð að lokinni athöfn.
Sama dag kl. 15:00 verður aðventustund í Villingaholtskirkju. Kirkjukórinn syngur undir stjórn og við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar organista. Þetta verður án efa falleg og notalega stund.