Helgihald 1. sunnudag í aðventu

Sunnudaginn 29. nóvember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu er fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju.

Barna- og unglingakórinn syngur, sömuleiðis Kirkjukórinn og þá koma einnig fram krakkar á aldrinum 6-10 ára sem hafa verið í kórskóla í kirkjunni.

Þetta verður bæði hátíðlegt en einnig gleði og gaman.

Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Edit Molnár.

Eftir messuna verður Unglingakórinn með sinn árlega kökubasar í kirkjunni.

Súpa og brauð að lokinni athöfn.

 

Sama dag kl. 15:00 verður aðventustund í Villingaholtskirkju.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn og við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Þetta verður án efa falleg og notalega stund.

 

Aðventa

Alla þriðjudaga til föstudaga er tíðasöngur og morgunbænir í Selfosskirkju kl. 10:00.  Í dag settum við okkur aðventustellingar og munum við fram að jólum setja örlítið meira krydd í samveruna yfir kaffibollanum eftir tíðasönginn.  Byrjað var í dag að lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, lestrinum er skipt í 10 lestra sem verða lesnir í beinu framhaldi af tíðasöngnum.  Í fjögur skipti þessa morgna fáum við einnig gest í heimsókn til okkar sem deilir með okkur jólaminningu.bc3b3kaormur-ruth-8

 

TTT – starf fyrir 10 – 12 ára börn

Nú er að hefjast starf sem er fyrir tíu til tólf ára börn. Unnið verður með ákveðið þema. Við byrjum á þemanu Aðventan og jólin.

EInnig munum við fara í rannsóknarleiðangur um kirkjuna, fara í leiki, föndra, skoða myndefni, fræðast um bænina og jafnvel búa til stuttmyndir.

TTT fundir eru á miðvikudögum í Selfosskirkju kl. 15-16. Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín í starfið með því að senda tölvupóst á johannayrjohannsdottir@gmail.com.

Umsjón með TTT starfinu hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju.

 

sunnudagskoli

Frá æskulýðsfulltrúa

Nú er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir komin að fullu til starfa í Selfosskirkju og er það sannarlega gleðiefni fyrir okkur.  Hér er stutt yfirlit yfir það starf sem hún sinnir og bendum við sérstaklega á 6-9 ára starfið og TTT starfið sem hefst í næstu viku:

Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00
Æskulýðsfundir á þriðjudögum kl. 19:30
Kirkjuskóli Sunnulækjarskóla 1.- 4.bekkur hefst:
24. nóv. kl. 14:45-15:45
Kirkjuskóli Vallaskóla 1. – 4. bekkur hefst:
26. nóv. kl. 13:50-14:50
TTT starf (10-12 ára) í Selfosskirkju hefst:
25. nóv. kl. 15-16.
Foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10:30 – 12:00

Kveðja,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Söngur og gleði – námskeið fyrir 6-10 ára börn!

Dagana 19.-29. nóvember verður boðið upp á kórnámskeið í Selfosskirkju á fimmtudögum kl. 14.30-15.15 og föstudögum kl. 17-17.45.  Allir krakkar á aldrinum 6-10 ára eru hjartanlega velkomnir!  Farið verður í tónlistarleiki og mikið sungið.

Kennarar verða Edit Molnár, Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Magnea Gunnarsdóttir.  Að því loknu munu þátttakendur koma fram í fjölskyldumessu í Selfosskirkju sunnudaginn 29.nóvember.

Til þess að skrá barn til leiks skal senda tölvupóst til Editar, edit@simnet.is þar sem fram kemur nafn og aldur.

Námskeiðið er ókeypis og er styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands.

Messa og sunnudagaskóli 15.nóvember

Nk. sunnudag 15.nóvember verður messa kl. 11.  Barn borið til skírnar.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Og á eftir er súpa og kaffisopi í safnaðarheimilinu sem kvenfélag kirkjunnar reiðir fram.  Það er gott að koma til kirkju, heyra gott orð, syngja fallega sálma og eiga gott samfélag.  Sjáumst í kirkjunni!

Yfirlit eftir helgi

Það var nóg að gera um helgina í safnaðarstarfi Selfosskirkju.  Kirkjukór Selfosskirkju tók þátt í samsöngsverkefni kirkjukóra í Skálholti á laugardagkvöld.  Á sunnudaginn var líf og fjör í Selfosskirkju þegar Hafdís og Klemmi komu í heimsókn í sunnudagaskólann.  Þá var guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju og skírn í Villingaholtskirkju.

Á Facebook síðu Selfosskirkju má sjá stutt myndband frá helginni.

h+kkirkjkór 2kirkjukórinn

Sjá þann mikla flokk

Kirkjukór Selfosskirkju tekur þátt í þessari spennandi dagskrá og kórasamstarfi í Skálholtskirkju

Söngdagskrá, lestrar og bænir verða í Skálholtskirkju laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 20.00. Kirkjukórar í Suðurprófastdæmi munu flytja tónlist sem hæfir þessum tíma kirkjuársins, prestar annast lestra ásamt vígslubiskupi. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stýrir dagskránni.

Flytjendur tónlistar eru Þóra Gylfadóttir, sópran, László Kéringer, tenór, kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og Haraldar Júlíussonar, kór Selfosskirkju, stjórnandi Edit Molnár, kór Hveragerðiskirkju, stjórnandi Miklós Dalmay og Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar.