Fermingar og viðtöl

Nú dregur hratt  að fyrstu fermingum. Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar –axel.arnason@kirkjan.is– hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Æfing fyrir fermingu á skírdegi, 2. apríl  verður þriðjudaginn 31. mars  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Æfing fyrir fermingu, sunnudaginn 12. apríl  verður fimmtudaginn 9. apríl  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á https://selfosskirkja.is/?page_id=44

þriðjudaginn 31. mars kl 14-16 og miðvikudaginn 1. apríl  kl 14-16 fyrir börnin sem fermast  á skírdegi  2. apríl.

Þriðjudaginn 28.apríl kl 14-16 og miðvikudaginn 29. apríl fyrir börnin sem fermast 9. og 10. maí.

Börnin mega koma aðra daga en nefnda ef þurfa þykir.

Viltu lesa Passíusálm á föstudeginum langa?

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju föstudaginn langa, þann 3. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil. Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman. Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst eða senda tölvupóst á axel.arnason@kirkjan.is. Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.

Helgihald og tilbeiðsla fram yfir páska

Við krossins helga tréSelfosskirkja

Laugardagur, 28. mars. Fermingarmessa, kl. 11.

Pálmasunnudagur, 29. mars. Fermingarmessa, kl. 11. – Sunnudagssskóli á sama tíma á baðstofulofti.

Skírdagur, 2. apríl. Fermingarmessa, kl. 11.

Föstudagurinn langi, 3. apríl. Lestur Passíusálma, kl. 13-17,30. Fólk úr söfnuðinum les. – Kyrrðarstund við krossinn, kl. 20. Píslarsagan lesin og sjö orð Krists á krossinum, við kertaljós og sálmasöng.

Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarmessa kl. 8. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. Sóknarnefnd býður til morgunverðar að lokinni messu.

Laugardælakirkja

Skírdagur 2. apríl. Guðsþjónusta kl. 13,30. Altarisganga. Almennur söngur. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Villingaholtskirkja

Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Hraungerðiskirkja

Annar í páskum, 6. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Nú dregur að fyrstu fermingum

Bjartur dagurNú dregur að fyrstu fermingum, laugardaginn 28. mars kl. 11 og sunnudaginn 29. mars kl. 11. Æfing fyrir fermingu og mátun kyrtla verður fimmtudaginn 26. mars, kl. 17 fyrir laugardagshópinn og kl. 18 fyrir sunnudagshópinn. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar (axel.arnason@kirkjan.is) hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á hér
komi þriðjudaginn 17. mars kl 14-16 eða miðvikudaginn 18. mars kl 14-16 og til vara þriðjudaginn 24. mars kl 14-16  eða miðvikudaginn 25. mars kl 14-16.

Fermingarbörn í Skálholt

Skálholt 29.-30.4. 2013 (5)Á miðvikudag og fimmtudag fara fermingarbörn í dagsferð sem er liður í fræðslunni. Fyrri hópurinn fer á miðvikudag (Sunnulækjarskóli) og sá seinni á fimmtudag (Vallaskóli). Lagt verður af stað frá skólunum kl. 8,30, og fyrst farið í Hraungerðiskirkju og Ólafsvallakirkju. Þá liggur leiðin í Reykjahlíð, að skoða þar eitt af nútíma tæknivæddum fjósum landsins, hjá Sveini Ingvarssyni. Einnig verður skoðað gróðurhús í Reykholti, sem Sveinn A. Sæland og fjölskylda reka. Í Skálholti verður dagskrá fyrir og eftir hádegi. Orgel –og söngstund verður í kirkjunni, þar sem Jón Bjarnarson, organisti, leikur á kirkjuorgelið og stjórnar söng. Borðað verður í Skálholtsskóla þar sem einnig verður fræðslustund eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að koma til baka 14,30 – 15 og vera þannig jafnlengi og venjubundinn skóladagur. Auk prestanna beggja, fer með einn stuðningsfulltrúi úr Sunnulækjaskóla fyrri daginn og einn faðir verður með á fimmtudeginum. Sími prestanna er hjá Þorvaldi Karli 856 1501 og hjá Axel 856 1574.

Auglýsing um starf kirkjuvarðar í Selfosskirkju

Sóknarnefnd Selfosssóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Selfosskirkju í fullt starf.

Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.

Í starfinu felst dagleg umsjón með kirkju og kirkjugarði, móttaka gesta, símavarsla, bókanir o.fl.  Þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi, létt viðhaldsvinna, umhirða ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu.

Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum,  lipurð og sveigjanleika.  Hann / hún þarf að búa yfir ríkri þjónustulund.

Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem  þeir óska að taka fram.  Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar, bjossirak@simnet.is eða í síma 898 1500.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2015.

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn sendist til Selfosskirkju:

Sóknarnefnd Selfosssóknar

Selfosskirkju

800 Selfoss