Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2021
Vegna hertra samkomutakmarkana
Í ljósi nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir sem gilda til 8. desember munum við gera eftirfarandi ráðstafanir:
= Messur og aðventukvöld sem fyrirhuguð voru í öllum kirkjum Árborgarprestakalls á tímabilinu falla niður.
= Sunnudagaskóli í Selfosskirkju verður áfram á sunnudögum kl. 11:00 sömuleiðis aðrar fyrirhugaðar barnasamverur í Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkju.
= Morgunbænir í Selfosskirkju á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum kl. 9:15 verða áfram.
= Kyrrðarstundir í Selfosskirkju á miðvikudögum kl. 17:00 verða áfram.
= Kórastarf í Selfosskirkju verður með hefðbundnum hætti.
= 6-9 ára starf í Selfosskirkju starf verður áfram.
= Auglýst verður síðar hvort TTT starf verður.
Tökum til okkar hvatningu Biskups Íslands í bréfi sem sent var út eftir að að tilkynnt var um nýja reglugerð:
,,Nú framundan er aðventa og jólahátíð. Það er von mín að með samhentu átaki þjóðarinnar verði hægt að kveða niður þessa bylgju og hægt verði að njóta hátíð ljóss og friðar með öllum þeim sem við elskum. Til þess þurfum við nú sem fyrr að sýna ábyrgð og varúð.“
Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 14. nóvember kl. 11:00
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 14. nóvember kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Gunnar Jóhannesson.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.
Minnum einnig á kvöldmessu í Stokkseyrarkirkju sama dag kl. 20:00.
Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 11:00
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Arnaldur Bárðarson.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðitogum.
Bendum einnig á messu í Villingaholtskirkju sama dag kl. 13:30.
Heimsókn Unglingakórsins á Ljós- og Fossheima
Unglingakórinn okkar komst loksins í langþráða heimsókn á Hjúkrunarheimilin Ljós- og Fossheima og er þessi mynd tekin tekin með kórnum ásamt heimilisfólki. Var kórnum tekið fagnanadi og vel og fannst þeim ekki síður gaman að fá loksins að koma aftur til syngja og gleðja fólkið.