Messa í Selfosskirkju og göngumessa í Hellisskógi

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Elísa Elíasdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Katrín Birna Sigurðardóttir nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga spilar á Selló í athöfninni.

Um kvöldið kl. 20:00 verður göngumessa í Hellisskógi, byrjað verður við bílastæðin, gengið um og stoppað með ritningarlestri, prédikun og bæn.