Samkvæmt núgildandi reglugerð mega 100 koma saman við athafnir í kirkjunni. Við munum því hefja helgihald á ný og verður messa í Selfosskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 11:00 og sömuleiðis sunnudagaskóli.
Bænastundir á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum kl. 9:15 hefjast einnig að nýju. Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni en hvetum ykkur einnig til að fylgjast með hér á heimsíðunni og Facebook ef einhverjar breytingar verða.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2021
Helgihald og safnaðarstarf í Selfosskirkju
Samkvæmt reglugerð sóttvarnaryfirvaldi sem tók gildi í dag 16. apríl eru enn sömu takmarkanir varðandi helgihald og voru. Í ljósi þess verður ekkert helgihald í Selfosskirkju fram til 7. maí en verður það endurskoðað ef reglugerðin breytist. Þetta þýðir að ekki verður hefðbundið helgihald á sunnudegi, ekki verður sunnudagaskóli og ekki morgunbænastundir.
Hægt verður að vera með barna- og unglingastarf og hefst það því að nýju þriðjudaginn 20. apríl. Verður í starfinu farið í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum sem í gildi eru um sóttvarnir. Við minnum á að alltaf er hægt að panta viðtalstíma hjá okkur prestunum.
Megum við öll finna styrk og gleði störfum okkur verkum hver sem þau og megi Guð gefa okkur þolinmæði og kjark til að mæta áfram þeim aðstæðum og áksorunum sem þessir tímar kalla á.
Safnaðarstarf fellur niður til 15. apríl.
Því miður þá fellur allt safnarstarf í Selfosskirkju fellur niður til 15. apríl. Þar með talið eru allar kóræfingar hjá kórum kirkjunnar. Sömuleiðis allt barna- og unglingastarf kirkjunnar. Ekki verða opnar morgunbænir. Við vonum sannarlega að staðan muni batna og létt verði á takmörkunum eftir þennan tíma svo við náum að hittast aftur áður en vetrarstarfinu lýkur. Við látum vita um leið og við getum gert einhverjar breytingar. Fram að því reynum við að njóta komandi daga og biðjum Guð að geyma okkur öll.
Kær kveðja starfsfólk Selfosskirkju
Allt helgihald fellur niður í dymbilviku og um páska
Vegna samkomutakmarkanna fellur helgihald í dymbilviku og um páska niður. Í sjónvarpi og útvarpi verður hægt að fylgjast með helgihaldi Þjóðkirkjunnar um bænadaga og páska. Á skírdag, 1. apríl, verður útvarpað guðsþjónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Á föstudaginn langa, 2. apríl verður útvarpað guðsþjónustu frá Laugarneskirkju kl. 11.00. Einnig verður á föstudaginn langa kl. 17:00 sjónvarpað á aðalrás RÚV helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á páskadag, 4. apríl verður guðsþjónustunni í Dómkirkjunni útvarpað kl. 11.00 á rás 1 og sjónvarpað á RÚV2 á sama tíma. Sjá nánar á vefsíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is