Sorg og áföll karla í mars

Selfosskirkja býður upp á klukkustunda langa samveru fyrir karla í mars. Tekin verður fyrir glíma karla við sorg og áföll í tali og samtali. 

Samverustundirnar verða 7., 14., 21. og 28. mars kl. 18.  

Umsjón hafa þeir Guðmundur  Brynjólfsson djákni og Axel Á. Njarðvík prestur.  

Verið velkomnir.  

Sunnudagurinn 26. febrúar 2023

Messa í Selfosskirkju kl. 11. 

Sr. Axel Njarðvík þjónar fyrir altari og prédikar 
Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór Selfosskirkju leiðir safnaðarsönginn. Súpa, brauð og kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. 

Sunnudagaskóli í Selfosskirkju kl. 11 

Lífleg og skemmtileg stund fyrir börnin og alla aðra. Umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir.  

Messa í Gaulverjarbæjarkirkju kl. 14 

Sr. Axel Njarðvík þjónar fyrir altari og prédikar 
Organisti er Haukur Arnarr Gíslason og kór Gulverjabæjarkirkju leiðir safnaðarsönginn. 

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju kl. 20 

Guðmundur Brynjólfsson djákni þjónar fyrir altari og flytur hugleiðingu. 
Organisti er Haukur Arnarr Gíslason og kór Eyrarbakkakirkju leiðir safnaðarsönginn. 

Krílasálmar

Krílasálmar er tónlistarnámskeið fyrir foreldra og börn þeirra á aldrinum 3ja til 12 mánaða. Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má tónlist og söng til að efla tengslin við börnin og örva þroska þeirra.
Á námskeiðinu er stuðst við tónlistararf kirkjunnar en jafnframt eru sungnar þekktar vísur, leikið á bjöllur og spilað á hristur. Það verður einnig dansað, notast við slæður, blöðrur og sápukúlur til að örva öll skynfæri barnanna.

Námskeiðið er fjögur skipti, frá 19. febrúar til 12. mars, og fer fram á sunnudögum kl. 9:30-10:10 á baðstofulofti Selfosskirkju. Kosturinn við þessa tímasetningu er einkum sá báðum foreldrum gefst kostur á að koma á námskeiðið með barninu.

Umsjón með námskeiðinu hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar.

Ekkert þátttökugjald er fyrir námskeiðið en takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Nauðsynlegt er því að skrá sig til að tryggja sér sæti.

Skráningarform er hér: https://forms.gle/KbqPEhbBrth1hyDD7

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sjofn@selfosskirkja.is

Sunnudagskvöldið 12. febrúar 2023

Kvöldguðsþjónusta verður í Selfosskirkju kl. 20 þann 12. febrúar með lögum Valgeirs Guðjónssonar.

Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár hefur að undanförnu verið að æfa lög Valgeirs þar sem boðskapur um frið á jörðu og nátttúrvernd er undirtónninn. Valgeir muni sjálfur flytja sum laganna við undirleik Edit og unglingakór Selfosskirkju syngur. Séra Arnaldur Bárðarson opnar og leiðir bæn og blessun. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir flytur stuttar hugleiðingar við boðskap hvers lags.

Unglingakór Selfosskirkju skipa 14 stúlkur á aldrinum 13-16 ára.

Myndbandið var tekið upp við æfingu kórsins 9. febrúar í Selfosskirkju.

Verið öll velkomin.

Sunnudagurinn 5. febrúar 2023

Messað er í Selfosskirkju sunnudaginn 5. febrúar kl. 11. Prestur Axel Njarðvík.
Organisti Edit Molnár. Kór Selfosskirkju leiðir safnaðarsönginn. Boðið er upp á súpu og kaffi í safnaðarheimilinu eftir
messu (gegn 1000 kr. gjaldi).

Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 í safnaðarheimilinu eða um leið og messan.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju kl. 13:30. Prestur Axel Njarðvík.
Organisti Guðmundur Eiríksson.
Kór Villingaholtskirkju leiðir safnaðarsönginn.

Verið velkomin