Velkomin í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta

Verið velkomin í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta og takið þátt í skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna.

Hægt er að koma á milli kl. 11 og 13 og fara í ratleik og þau sem taka þátt fá smá verðlaun að lokum.

Vegabréfsstimipill fyrir þau sem eru að safna stimplum í Vor í Árborg leiknum

Umsjón hafa Sjöfn, Gunnar og Guðbjörg

Samtal um sorg og áföll

Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og rætt í trúnaði og einlægni um líðan sína.
Í apríl og maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. 
Byrjað verður á stuttu erindi um sorg og áföll, síðan er boðið upp á samtal.
Samveran verður í Safnaðarheimili Selfosskirkju, hún hefst kl. 18:00 og stendur yfir í um klukkutíma
Samveran verður miðvikudagana 13. og 20. apríl og 4. og 11. maí.
Umsjón hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 865 4444 eða á netfanginu gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is.

Helgihald í dymbilviku og páska

Nú getum við með mikilli gleði sagt að helgihald í dymbilviku og um páska verði með hefbundnum hætti og mikið verður gott að hittast þessa daga. Hér er yfirlit yfir það sem verður í Selfosskirkju og sömuleiðis öðrum kirkjum prestakallsins.

Selfosskirkja
10. apríl, pálmasunnudagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11:00 og 13:00.

Athugið að engin sunnudagaskóli verður þennan sunnudag.

Selfosskirkja
14. apríl, skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11:00 og 13:00

17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 08:00, kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Gunnar Jóhannesson. 
Sóknarnefnd Selfosskirkju býður í morgunkaffi að messu lokinni.

Laugardælakirkja: 14. apríl, skírdagur
Messa í Laugardælakirkju kl. 14:30, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Pílagrímaganga í Árborgarprestakalli: 15. apríl, föstudagurinn langi
Byrjað verður með helgistund í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00 og gengið í Stokkseyrarkirkju þar sem endað verður með helgistund. Umsjón Guðbjörg Arnardóttir

Eyrarbakkakirkja: 17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 08:00, kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Arnaldur Bárðarson

Stokkseyrarkirkja: 17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 11:00, kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Arnaldur Bárðarson

Hraungerðiskirkja: 17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 13:30, kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Arnaldur Bárðarson

Villingaholtskirkja: 18. apríl, annar páskadagur
Hátíðarmessa kl. 11:00, kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Gaulverjabæjarkirkja: 18. apríl, annar páskadagur
Hátíðarmessa kl. 14:00, kirkjukórinn syngur, Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir