Fermingarfræðslunámskeið fyrir þau fermingarbörn sem fermast vorið 2015 verður haldið í Selfosskirkju dagana 18.-22. ágúst nk. Mæting er kl. 9 á hverjum morgni og gert er ráð fyrir að vera til kl. 12:30 eða 13. Um er að ræða margþætta fræðslu í umsjón prestanna, auk þess sem gestafyrirlesari kemur í heimsókn, farið verður í leiki og leiðsögn gefin í leikrænni tjáningu. Á fræðslunámskeiðinu er byggt á bókinni Con Dios sem öll börn þurfa að hafa meðferðis á námskeiðið. Boðið verður upp á létta morgunhressingu um kl. 10:30 á hverjum morgni.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2014
Verslunarmannahelgin: Messa 3. ágúst kl. 11
Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 3. ágúst kl. 11. Prestur er sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur og organisti Jörg Sondermann. Félagar úr Kirkjukórnum leiða sönginn. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir!
27. júlí: Messa kl. 11 og munið morgunsöng þriðjudaga til föstudaga kl. 10
Sunnudaginn 27. júlí nk. verður messa kl. 11. Prestur er sr. Óskar og organisti Jörg Sondermann. Félagar úr Kirkjukórnum leiða sönginn. Súpa, brauð og kaffi á eftir. Allir velkomnir. Munið morgunsöng í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Molasopi á eftir. Sjáumst í kirkjunni!
Orgelstund og notalegt andrúmsloft á miðvikudagskvöldum kl. 20
Á miðvikudagskvöldum í sumar kl. 20 er boðið upp á notalega samveru fyrir ferðamenn og aðra áhugasama. Jörg Sondermann hefur umsjón með þessum samverum, leikur á orgelið og segir stuttlega frá kirkjunni. Allir velkomnir!
5. sunnudagur eftir trinitatis – 20. júlí: Messa kl. 11
Sunnudaginn 20. júlí verður messa kl. 11. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann. Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir!
Messa 6. júlí
Tónleikar Romsdalskórsins 2. júlí
Norskur kór – Romsdalskórinn heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 20. Kórinn var með tónleika í Laugarneskirkju 30. júní sl. og voru þeir skemmtilegir enda góður kór á ferð. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Facebooksíða kórsins