Fjölskylduguðsþjónusta 1. febrúar

Lind og lífFjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 þann 1. febrúar í Selfosskirkju. Barnakór syngur og leiðir söng í helgihaldinu. Sköpunarsagan verður skoðuð. Æskulýðsfélagið leggur fram krafta sína.Fiðluspil og söngur. Og svo þú og þínir. Súpa og kaffi í hádegi. Kökubasar æskulýðsfélags eftir stundina. Hugrún Kristín og sr. Axel leiða söfnuðinn.

Messa og barnastarf 18. janúar

IMG_9985

Spor í snjó

Messa og barnstarf verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. janúar og hefst kl. 11. Barn verður skírt. Prestur sr. Axel Á Njarðvík og barnastarfið í umsjón Hugrúnar Kristínar Helgadóttur. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn syngur. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. Verið velkomin til kirkjunnar.

Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra.

Litið í krílasöng

Litið í krílasöng

Námskeiðið er ætlað börnum á fyrsta ári og foreldrum þeirra. Sungnir verða sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar. Á námskeiðinu læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Sex til átta vikna námskeið fer fram í Selfosskirkju á föstudögum kl. 11:00. Námskeiðið hefst 6. febrúar 2015. 

Guðný Einarsdóttir útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistaskólans í Reykjavík vorið 2001 og lauk námi í kirkjutónlist frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn 2006. Við námið í Danmörku kynnti Guðný sér aðferðir og kenningar um tónlistarþroska og ekki síst tónlistarnámskeið fyrir ungbörn.

Guðný hefur verið organisti við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík frá 2007 og staðið fyrir fjölda Krílasálma námskeiða fyrir ungbörn og foreldra.

Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig. Sendið tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com eða á hugrun62@visir.is. Námskeiðsgjald er kr. 4000.

Allar nánari upplýsingar eru að finna á krilasalmar.wordpress.com. Einnig er hægt að hringja í Hugrúnu æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju í síma 482 3575 og gsm 822 8444.

Messa á nýju ári

Messa og barnastarf verður í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 4. janúar. Þetta verður fyrsta messan á nýju ári á þeim sunnudegi sem nefndur er sunnudagurinn milli nýárs og þrettánda. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík.Hugrún K Helgadóttir verður með barnastarfið og  Jörg Sondermann er organisti og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Verið velkomin.