Útvarpsmessa frá Selfosskirkju sunnudaginn 19. júní

Frá og með sunnudegi 19. júní verða útvarpsmessur á Rás 1 frá söfnuðum í Suðurprófastsdæmi.

Alls verður útvarpað 8 messum og fóru upptökur fram í Skálholtskirkju, helgina 16.-17. apríl sl. Prestar, organistar, kirkjukórar, meðhjálparar og safnaðarfólk kom víða að; allt frá Skálholtsprestakalli til Hafnar í Hornafirði.

Hringt var til tíða fjórum sinnum á dag þá helgi í Skálholtskirkju og að lokinni messu bauð Héraðssjóður Suðurprófastdæmis þátttakendum upp á hressingu í Skálholtsskóla.

Verkefnisstjóri var Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar (söngmálastjóri) og upptökumaður var Einar Sigurðsson hjá RÚV.

Fyrsta messan sem útvarpað verður er frá Selfossprestakalli næstkomandi sunnudag, 19. júní, kl. 11.00.  Prestur er séra Guðbjörg Arnardóttir og organsti og kórstjóri Edit Molnár. Kirkjukór og Unglingakór Selfosskirkju syngja.

14. ágúst verður aftur Selfossprestakall með útvarpsmessu og þá með Kór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju, organsti: Ingi Heiðmar Jónsson

Margrét Arnardóttir forseti kirkjuþings unga fólksins

Kirkjuþing unga fólksins kom saman á Biskupsstofu laugardaginn 30. apríl sl.  Forseti þess var kjörin Margrét Arnardóttir æskulýðsleiðtogi úr Selfosskirkju sem sat þingið fyrir Suðurprófastdæmi.  Jafnframt var Margrét valin til að vera áheyrnarfulltrúi  á kirkjuþing sem fram fer og mun hún því sitja kirkjuþing 2016.  Selfosssöfnuður má vera ánægður og stoltur yfir því að eiga svona frambærilegan leiðtoga sem kjörinn er til forystu í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar!  Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar hópinn sem sat kirkjuþing unga fólksins og hins vegar mynd af Margréti að störfum á þinginu.

13405184_10153707023213494_1434456234_o27274293562_e4a338b967_o

Gæludýrablessun og útiguðsþjónusta 5.júní

gæludýr

 

Sunnudaginn 5.júní kl.11 verður útiguðsþjónustua við Selfosskirkju.  Þar verður boðið upp á gæludýrablessun.  Gæludýrin eru vinir okkar og hluti af fjölskyldum okkar og eiga sannarlega skilið að fá blessun líkt og mannfólkið.  Kirkjukórinn syngur létta og sumarlega sálma undir stjórn Edit Molnár.  Að messu lokinni ber kvenfélag kirkjunnar að vanda fram súpu í safnaðarheimilinu og málleysingjarnir fá eitthvað að bíta líka.  Sjáumst í kirkjunni!